TBK Ferð um Suðvestur Frakkland

Art de vivre ¨listin að lifa¨ er hluti af DNA suðvesturhluta Frakklands, þessa stóra svæðis sem nær til nokkurra héraða sem hafa ekki alltaf verið frönsk. Þegar þú spyrð frakka sem búa í norður Fraklandi eða Parísarbúa hvar þeir vildu helst búa, þá kemur Suðvestur Frakkland fyrst upp í hugann, á undan Bretagne skaga, Provence og frönsku Rivíerunni.

Allt frá 12. öld hefur Aquitaine hirðin verið ein sú fágaðasta í Evrópu. Hún fékk að upplifa upphaf á ´Amour courtois´ og trúbadúra menningu.
Þökk sé hertogum Aquitaine og jörlum af Toulouse, þá blómstraði orðspor þessara bæja eins og Poitiers, Bordeaux og Toulouse langt út fyrir bæjarmörk þeirra. SV Frakkland hefur líka alþjóðlegt orðspor vegna hinna ýmsu iðngreina ; Limoges postulínið, Aubusson veggteppin, vefnaðarvara, leðurvörur og auðvitað alpahúfan (le béret) sem er ekki frá Ölpunum heldur frá Bearnhéraðinu, eins og Bearnessósan. Þetta er einnig að sjálfsögðu frábært vín- og matarhérað. Ég mun ekki gefa nánari lýsingar hér á þeim dásamlegu afurðum heldur munum við njóta þeirra á staðnum, en það er gaman fyrir okkur að vita að á þessu svæði lifa frakkar lengst og er talið að það sé vegna góða Bordeaux rauðvínsins sem er ríkt af járni og matnum sem er eldaður uppúr góðri andarfitu, sem er sú hollasta ásamt ólifuolíunni.

Á ferð okkar munum við fara yfir tvö af sex gömlum héruðum og Baskaland sem mynda SV Frakkland :

  • Gascogne hérað: Bordeaux vínekrurnar og stór furuskógur Les Landes, þar sem höfuðborgin er Bordeaux.
  • Béarn gamalt svæði við rætur Pyrenées fjalla og höfuðborg þess er Pau.
  • Pays Basque / Baskaland: "frakklands megin " inniheldur þrjú af sjö héruðum Baskalands, sem liggja á milli Frakklands og Spánar.

Konusgsveldið (afsakið, forseta lýðræðið) ákvað nýlega, árið 2016, að einfalda hlutina, og sameinaði sögulegt svæði, en Frakkland hefur slæmt skap. Franskir katalónar eru til dæmis öskureiðir yfir því að hafa verið settir í eitt nýtt risa Occitane svæði. En leiðsögumaðurinn ykkar mun fræða ykkur um þetta nánar á ferðalaginu...

Verð ferðarinnar (án lestar)

  • 330.000 ISK á mann ( þáttaka 9)
  • 300.000 ISK á mann ( þáttaka 10)
  • 285.000 ISK á mann ( þáttaka 11)
  • 275.000 ISK á mann ( þáttaka 12)
  • 266.000 ISK á mann ( þáttaka 13)
  • 258.000 ISK á mann ( þáttaka 14)
  • 252.000 ISK á mann ( þáttaka 15)
  • 247.000 ISK á mann ( þáttaka 16)
  • 241.000 ISK á mann ( þáttaka 17)
  • 237.000 ISK á mann ( þáttaka 18)

TGV lest frá Paris og til baka

  • Tíl Bordeaux 04.október > + 17.400 ISK í fyrsta farrými
  • Til Parisar 11 október >      + 13.500 ISK í öðru farrými

 

Núverandi verð hér miðast við 10 þáttakendur og mun breytast eftir fjölda þáttakenda í lokin.
> Ef að nýjir þátttakendur skrá sig í hópinn fyrir brottför þá minnkar verðið og við myndum seinna endurgreiða ykkur sem því nemur.
> Ef að hópurinn minnkar meira þá verðum við að hækka verðið og / eða minnka einhverja kostnaðarliði í Frakklandi

Ef þú ert nýr þátttakandi aður en þú bókar þig, vinsamlegast lestu upplýsingarnar hér að neðan > Info

Staðfestingagjald er 30% af verði þar sem reiknað er með 10 þáttakendum eða 90.000 kr á mann

Ef þið eruð með einhverjar spurningar , vinsamlegast hafið samband við Rögnu Maríu eða Klöru sem eru milliliðir okkar.

 

Code
From
to
Duration
Price / Estimated
Language
Avail.
Book
To change the indicative price in your prefered currency, choose it from the available list in the upper right-hand corner of this page.
Conversion rates are from the Icelandic National Bank

Uppfært 20.ágúst 2018

D.1 : 4.okt. Paris CDG > Bordeaux > Bazas

Þið lendið kl. 12:55 á Terminal 1 á CDG flugvellinum (Paris Charles de Gaule). Eftir að hafa náð í farangur ykkar þá skulið þið fara í rólegheitum í átt að útgöngunni til að taka litla ókeypis shuttle lest CDGVAL  sem fer á 8 til 10 mínútum fresti frá Terminal 1 til Terminal 2 þar sem TGV lestarstöðin er. Það er kaffitería á lestarstöðinni og sæti í biðsal til að hvíla sig  ( passið vel uppá farangur ykkar samt ). Lestarpallurinn og númerið á lestinni ykkar verður birt á skjánum um það bil 25 mín fyrir brottför.
Lestin tíl Bordeaux fer kl. 16:17. ( Matta mun senda Rögnu Maríu hóplestarmiðana ykkar viku fyrir brottför, nema Philippe ákveði að koma alla leið til Parisar CDG að ná í ykkur )
Ferðin tekur 3 klukkutíma og 35 mínútur og þetta eru 650 km. Um borð í lestinni er bar og kaffitería. Koma á Saint Jean Bordeaux lestarstöðina er kl. 19:52 þar sem Philippe tekur á móti ykkur.
Við forum með bílstjóra okkar í rútu og keyrum 40 minútur þangað til við komum til Bazas. Við komum okkur fyrir til 3 nátta á 3 gististöðum nær hvert öðru þar sem okkar bíður einnig léttur kvöldverður.

D.2 : 5. okt.  Gascogne - Saint Emilion

Við förum með bílstjóranum í rútu og keyrum að vínsvæðinu Entre-deux-mers (á milli tveggja hafa) sem er á milli ánna Dordogne og Garonne sem verða að Gironde á þegar þær mætast, sem er jafnframt nafn stærstu sýslu Frakklands. Vínekrur eins langt og augað eygir. Við bakka Dordogne fljótsins uppgötvum við fallega miðaldarþorpið St Emilion sem er á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstaka staðsetningu og fegurð. St Emilion er heimsþekkt fyrir virt rauðvín sem koma þaðan. (Við ætlum okkur að heimsækja vínkjallara þar sem sumar flöskur hafa verið sofandi þar í fleiri áratugi eins og Þyrnirós ). Nú liggur leiðin í suðurátt. Með Garonne fljót og vínekrurnar að baki þá erum við komin í hæðótt landbúnaðarsvæði. Við komum okkur fyrir til tveggja nátta á hóteli umkringdu stórum garði og með útsýni yfir miðalda bæinn Bazas.

D3 : 6 okt. Bazadais

Bazas sem var áður fyrr mikilfenglegur miðaldabær á sér meira en tvö þúsund ára merkilega sögu. Í dag er þetta þorp ekkert annað en lítill sætur sofandi bær sem vaknar til lífsins þegar ýmssiskonar þorpsmenningar hátíðir eru haldnar og hvern laugardags morgunn þegar haldinn er útimarkaður undir berum himni með matvörum beint frá bónda. Markaðurinn er settur upp á miðju kirkjutorginu. (Byggingin er frá 13. öld) Í tvö þúsund ára sögu þessa markaðar hefur hann fallið einungis fjórum sinnum niður; í fyrsta skipti þegar Víkingar réðust á bæinn ( 840 ), annað í trúarbragðastríðinu (16. öld) og í þriðja skipti í frönsku byltingunni (1789) og árið 2017 þegar það skall á stormur. Bazas er líka heimsþekkt fyrir úrvals nautakjöt sitt sem er af Bazas nautinu sem er fyrsta flokks kjöt. Sem og matseld elduð einungis uppúr andaafurðum. Þennan tiltekna laugardags morgunn förum við saman á markaðinn og göngum síðan um þröngar þorpsgöturnar og fáum okkur fordrykk á litlu úti kaffihúsi áður en við förum til að snæða sveita brunch í húsi Siggu og Philippes. Eftirmiðdagur er frjáls í hvíld (hægt að fara í Spa og sund á hótelinu). Kvöldið er ekki alveg niðurneglt því að möguleikarnir eru margir.

D4 : 7 okt. Les Landes - Béarn

Bröttför snemma morguns í suðurátt í gegnum sléttlendi þakið furutrjám. Við erum að ferðast í Les Landes sýslu sem þýðir móar og mýrar. Alveg þangað til fram á 19. öld var þetta landssvæði ´Les Landes ´ mjög víðfermt land þakið sandi og mýrum og afar strálbýlt og fátækt. Smalarnir sem gættu fjárins voru klæddir í þykk sauðskinnsvesti, með stóra alpahúfu á höfðinu og ferðuðust um á 3 til 4 metra stultum með hjálp stafs. Þeir gættu fjárins á miklu landssvæði. Þetta svæði allt saman þótti flatt, einsleitt og óaðlaðandi fyrir ferðalanga sem fóru þar um. Það var Napoléon III sem var kvæntur spænsku prinsessunni Eugénie sem þurfti að fara oft um þetta svæði til að heimsækja hana sem ákvað að planta þarna þessum furutrjám. Þetta svæði er í dag lang stærsti skógur í Evrópu. Við tökum gamla lest frá gamalli lestarstöð sem fer með okkur á 10 mínútum í Marquez menningar sögulegt útisafn sem gefur okkur innsýn inn í mannlífið áður fyrr ; húsakostur, húsdýr, nautgripir og ræktun grænmetis og korns, kornmilla og bakarí o.fl. Og þar er líka mjög vel geymdur upprunalegur bær sem sýnir vel húsakost og húsbúnað í gamla daga á þessum slóðum. Eftir hádegisverð hjá Chez Suzon; sem er týpískur lítill veitingastaður sem einungis konur hafa séð um og rekið í 5 ættliði þá höldum við áfram leið okkar í gegnum skóginn og komum loksins til Béarn héraðs, hæðótt og blómstrandi fagurgrænt svæði við rætur Pyreneafjalla. Þar komum við okkur fyrir í tveim gistihúsum , annað gömul mylla á bökkum Gave ár og hitt gamalt gistihús í Láas þorpi. Kvöldverður með öllum hópnum

D 5 : 8 okt. Béarn og Pays Basque

Skoðunarferð í litla sveitaþorpið Salis de Béarn sem hefur og hafði mjög góðar tekjur af því að vinna úr mjög auðugum saltnámum sem eru í grendinni og eru 10 sinnum saltari en t.d venjulegt sjávarsalt. Hægt er að fara og njóta heilsulindar staðarins sem er frá 19. öld. Gamall byggingarstíll en öllum byggingum er mjög vel haldið við. http://www.thermes-de-salies.com Leið okkar liggur í gegnum græna og grösuga dali Béarn héraðs með fjallgarð Pyreneafjalla sem útsýni. Við tökum eftir því á landslaginu hvernig við erum að yfirgefa Béarn svæðið og að nálgast Baskaland. Öðruvísi arkítektúr húsanna er mjög greinilegur þegar við komum í fyrsta baskaþorpið. Við skoðum Espelette þorp sem er höfuðborg espelette kryddsins í Evrópu. Þessi chilli paprika kom með conquistadorum frá mið ameríku og þá var strax byrjað að rækta hann í miklum mæli eins og í Ungverjalandi sem er einning þekkt fyrir sína gerð af paprikku. Við nálgumst sjávarsíðuna þar sem okkar bíður glæsilegt hús sem mun verða okkar aðalbækistöðvar næstu 3 nætur.

D6 : 9 okt. Pays Basque

Við kynnumst mjög fallegum og litríkum og hefðbundnum baskaþorpum. Allt er hreint og fínt og vel haldið við. Í algerri andstæðu við Béarn búa sem hafa aldrei í gegnum aldirnar yfirgefið heimkynni sín þá hafa baskar aftur á móti alltaf ferðast langt og sests að hinum megin á hnettinum. Afar góðir sjómenn, og hvalveiðimenn þá fóru þeir alla leið að Íslandsströndum og til Grænlands og Ameríku. Þekktir sem frábærir fjárhirðar þá komu margir þeir sér fyrir í Argentínu, Chili , Ástralíu og Californíu. Mál baska (Euskara baltua) hefur allt til dagsins í dag verið ráðgáta fyrir málfræðinga því að það tilheyrir engu öðru máli hvorki indo - evrópsku , finno - ougrien máli né máli frá Caucasus. Í Baska landi eru húsakynnin meira en bara eign eða arkítektúr, heldur meira sögulegs eðlis, arfleifð...eins og Ortillopitz bóndabærinn sem er frá 1540. Hér er öll saga Baska sögð af böskum, Til þess að skilja betur og fá innsýn í sögu baska þá er þessi staður einstakur og mjög þess virð að heimsækja. Enn þann dag í dag er ræktað espelette kryddið víðfræga, og einnig fjölmörg eplatré til að fá eplaciderinn sem er þjóðardrykkurinn. Þessi jörð tilheyrði í gamla daga auðugum útgerðamanni eins og margar slíkar jarðir. Eplacíderinn kom í veg fyrir skyrbjúg hjá áhöfninni sem var oft í burtu í marga mánuði ef ekki mörg ár í siglingum kringum heiminn. Við tökum nú litla fjallatoglest sem er frá árinu 1924 sem fer með okkur á 35 mínútum upp í 905 metra hæð. La Rhune er mystískur fjallatindur í Baskalandi og þaðan er útsýnið stórfenglegt í 360 gráðum og þaðan sést til hafs og Pyreneafjalla.

D7 : 10 okt. Pays Basque - Shopping day

Nú er ætlunin að skoða fótgangandi Ciboure ( fæðingarbær Ravels tónskálds ) og St. Jean de Luz við fiskihöfnina sem er mjög lífleg, Við kveikjum á nokkrum kertum í stórfenglegri kirkju Jóhannesar skírara í baskneskum barrokk stíl þar sem Lúðvík XIV kvæntist Maríu Theresu frá Spáni í júni árið 1660. Skoðum gömlu húsin og förum í búðarráp um smágöturnar þar í kring sem eru með alls kyns ómótstæðilegan varningi. ( Espadrillur, gæða vefnaðarvar, gjafavara, kjöt og pylsur, krydd, vín, líkjörar , skartgripir o.fl ) Eftir smá hvíld þá er ætlunin að borða síðasta kvölderðinn í baska héraði á gömlu hefðbundnu veitingahúsi ; hjá Margot .

 

D8 : 11 okt. Saint Jean de Luz > Paris
TGV hraðlestin til Parísar fer kl. 11:30 og koma til Parísar er kl. 16:10 . Síðan Hótel (sem er ekki búið að ákveða) í taxa. Kveðju dinner í skemmtilegu Parisar Brasseríi (sem er ekki búið að ákveða)

D9 : 12 okt. Paris > Ísland

Flutningur til CDG flugvallar í taxa eða skutlu rútu.

 

 

Mikilvægt : Ekki gleyma Evrópska Sjúkratryggingar kortinu ykkar

Búið er að bóka allar gistingarnar og veitingahúsin á hótelunum eða í þorpunum þar sem hótelin eru staðsett.

Gistingarnar biðja um staðfestingargjald. Einnig viljum við biðja ykkur um að skrá ykkur eins fljótt og auðið er svo að við getum tryggt gistinætur okkar.

SKRÁNING / BOOKING

Skráningareyðublaðið hér á síðunni er á ensku, vonandi er það í lagi ykkar vegna.

Pör geta skráð sig saman á einu eyðublaði með því að velja 2 participants.
Hægt er að greiða 30% staðfestingargjald með því að borga .

  • hér á síðunni með kreditkorti þegar þið skráið ykkur
  • eða með millifærslu : 301-26-206104   kt. 610497-2259

Ef þið viljið borga ferðina með millifærslu, þá endilega sendið staðfestingar sms á 824 30 70 og/eða tölvupóst á Sigríði Lovísu <sigga@fjallabak.is> en þá eruð þið ekki tryggð með Vísa kortinu ykkar  

 

 

TRAIN PARIS TO BORDEAUX OCT 04

TGV lest 04 Oct.  CDG Airport to Bordeaux 16:17 > 19:52

TRAIN SAINT JEAN DE LUZ TO PARIS OCT 11

TGV lest 11 Oct. Saint Jean de Luz to Paris 09:29 > 14:12

APPROXIMATIVE PRICE FOR TRAIN ROUND TRIP

  • 04 Oct  > 140 €  in first class (17.400 ISK)
  • 11 Oct  > 110 €  in second class (13.640 ISK)

 

 

SKILABOÐ TIL MÖGULEGRA NYRRA MEÐLIMA

FLUG / ROUND TRIP ISLAND TIL BORDEAUX VIA LONDON GATWICK

Ég er búinn ad athuga med flugið, þið getið farið frá Kef til Bordeaux via London Gatwick 4. Okt en þad er 7 tima bið. Best að hafa góða bók með sér . Á leiðinni til baka 12. Okt er adeins 3 tímar á milli vélanna sem er gott. Flugin á milli London og Bordeaux baðar leiðir er British Airways. Kannski er haegt ad innrita farangurinn alla leið . Ath hjá Icelandair! Prógrammið verður komið online sunnudagskvöld eða mánudagskvöld . Bestu kveðjur . Philippe

THURSDAY 04 OCTOBER ( 7 hours stopover in London)

  • ICELANDAIR  Keflavik (KEF) to London Gatwick (LGW)  07:45    >  11:45
  • BRITISH AIRWAYS  London Gatwick to Bordeaux (BOD)  19:05 > 21:45

FRIDAY 12 OCTOBER - RETURN (2h30 stopover in London)

  • BRITISH AIRWAYS from Bordeaux (BOD) 10:00 > 10:35
  • ICELANDAIR  from London Gatwick (LGW)  Keflavik (KEF)  13:10 > 15:10

or

  • TGV train from Bordeaux Saint Jean to Paris CDG airport
  • ICELANDAIR from Paris CDG to Keflavik KEF
No image